23.12.2008 | 00:38
Misræmi á milli mokstursaðila
Oft hefur maður nú séð það svartara, en furðulegt misræmi í vegaþjónustunni.
Svæðinu er skipt á milli þriggja verktaka og er einn með leiðina yfir Víkurskarðið og að Krossi í Ljósavatnsskarði og var sú leið nánast hálkulaus og henni vel synt.
Þá tekur annar við frá Krossi að Einarsstöðum í Reykjadal og þar er þjónustan léleg og við tók glæra og sandur verið sparaður.
Þá tekur næsti verktaki við leiðinni upp í Mývatnssveit og þar var sandað á völdum köflum, en aðrir nánast ein glæra.
Ég hélt að þessi leið ætti öll að vera með sama þjónustustig, en samt er þjónustan alltaf mjög misjöfn og menn sinna þessu hver með sínum hætti. Hvar er gæðaeftirlit Vegagerðarinnar?
![]() |
Suður-Þingeyjarsýsla einn svellbunki |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 14:33
Varla hægt að tala um lón
Staðreyndin er sú að ef byggð yrði þarna 9 metra stífla yrði það sáralítil breyting á landslaginu, en stórar framfarir fyrir virkjunina. Það þyrfti ekki einu sinni að breyta veginum þarna við ána, svo lítil er breytingin.
Ég man þá tíð vel á uppvaxtarárum mínum að á hverjum vetri þurfti að skammta rafmagn tímunum saman á veturna vegna þess að krapi var í ánni og framleiðsla stöðvaðist nánast á köflum. Þetta breyttist þegar tenging komst á við byggðalínu Landsvirkjunar.
Ef línan frá Laxárvirkjun til Akureyrar rofnar og framleiðslugeta liggur niðri vegna þessara aðstæðna verða menn að sætta sig við rafmagnsleysi um einhvern tíma. En með 9 metra hækkun væru aðstæður allt aðrar og þá væri lítið fallegt stöðuvatn í mynni dalsins sem myndi aðeins fegra ásýndina.
![]() |
Segja óheimilt að breyta rennsli Laxár |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stefán Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar