14.4.2007 | 18:52
Eitthvað annað.
Þetta er einmitt mergurinn málsins.
Eftir að álverið er komið spretta upp fleyri fyrirtæki og annar iðnaður. Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir.
Nú getur fólkið eystra horft björtum augum fram á við og burtfluttir flutt aftur heim og notið lífsins.
Austurland heillar og þar er gott að vera.
Við norðlendingar horfum einnig björtum augum til þeirra tíma að uppbygging hefjist á Bakka við Húsavík vegna þess að okkur vantar fleyri atvinnutækifæri og þetta mun gjörbreita stöðunni í landshlutanum og svo kemur "eitthvað annað" í kjölfarið.
Áfram Alcoa.
![]() |
Útflutningur á búnaði fyrir álver |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 14:44
Volvo Rúta
Ætli það sé eins með norska ökumenn og þá íslensku að þeir hægji ekki á sér þó að þeir sjái ekki handaskil.
Gott er að vita að rútan var af Volvo gerð, það má þá allavega vara sig á þeirri gerð bíla...hahaaha.
En annars er það nú fyrir mestu að enginn hafi slasast alvarlega, það er nú það sem skiptir máli.
![]() |
Fjöldaárekstur í Noregi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 23:17
Ljótu hálvitarnir.
Jú, að kvöldi föstudagsins langa fórum við hjónin á skemmtun í Skjólbrekku með þessum listamönnum sem nefna sig Ljótu hálvitarnir.
Þarna voru á ferð vaskir sveinar héðan úr Þingeyjarsýslunum sem spiluðu og sungu mikið gamanmál og velltist fólk um af hlátri.
Það var sko vel þess virði að hlíða á þá, enda var húsið troðfullt og vil ég hvetja alla til að mæta þar sem þeir skemmta hverju sinni. Fólk mun ekki sjá seftir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2007 | 17:58
Vegagerðin stuðlar að aukinni mengun.
Framleiðendur hjólbarða setja reglur um hvaða loftþrýstingur á að vera í hjólbörðum og okkur ber að fara eftir þeim reglum.
En...... á Íslandi eru spekingar hjá Vegagerðinni sem segja að við eigum að vera með minni loftþrýsting (44 og 49 tonna undanþágurnar) til að vernda ónýtu vegina sem þeir byggja.
Það er viðurkennt að lítill loftþrýstingur í hjólbörðum eykur eyðslu og þar að leiðandi verður meiri mengun.
Já......... þess vegna stuðlar Vegagerðin að aukinni mengun og meiri losun gróðurhúsalofttegunda og þetta mun einnig valda aukinni slysahættu.
Og hugsa sér þessa speki hjá Vegagerðinni hvað hún er öfugsnúin...... ef þú ert með 40 tonna lest á 5 ásum máttu hafa eins mikið loft í hjólbörðunum og þér sýnist......... en ef þú ert með 44 tonna undanþágu á samskonar lest verðurðu að fara niður í 70 pund þó þú sért 4 tonnum þyngri.
Hvernig er hægt að skilja í þessari vitleysu hjá þessum mönnum (Vegagerðinni)?
Um bloggið
Stefán Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.10.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar