Forvitnin víkur fyrir skynseminni

Ég er ekki hissa á að björgunarsveitarmennirnir séu áhyggjufullir.
Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hversu hættulegar aðstæður þetta eru.
Ég óttast mest að það sé ekki spurning um það hvort verði alvarlegt slys þarna..... heldur hvenær það verði.
En vissulega viðurkenni ég það að það er einstök upplifun að sjá svona fyrirbæri, en bið fólk að sýna skynsemi og fara varlega.

 


mbl.is Hraunið verður afgirt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Því miður verður slys þarna það er ekki spurning.

Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 00:18

2 identicon

Jáhá. Þarf ekki leyfi viðkomandi sveitarfélags ef það stendur til að girða? Skiptir ekki máli. Útúrsnúningar hér og ég viðurkenni það.

En hitt er annað mál að umgengni fólks er fíflaleg. Þessar björgunarhetjur eru líka fíflalegar þegar þær byrja að gagga um hvað það sé leiðinlegt að sjá fólk á gallabuxum o.s.frv. Er það í þeirra verkahring að vera að þessu helvítis gaggi? Skelfing er leiðinlegt að hlusta á þetta á hverjum degi.

Björgunarfólkið á að bjarga fólki í nauð og það hafa þær gert. Allir eru þakklátir. En svo þurfa björgunarsveitirnar að "lýsa yfir áhyggjum" út af þessum andskotans gallabuxum sínum. Og leðurjökkum eða hvað þetta er nú. Það er búið að röfla yfir þessu í viku. Ekkert hrífur. Hætta þessu bara. Bjarga og þegja. Takk. Þá kaupum við rakettur og allir ánægðir.

Ingólfur (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 00:50

3 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Þú ert að grínast Ingólfur eða það ætla ég að vona þín vegna.

Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 01:26

4 identicon

Ingólfur, þetta snýst ekki um það að röfla, þetta snýst um að koma í veg fyrir slys áður en þau gerast. Ég er sjálfur á mikið í björgunarsveit og það er betra fyrir alla að reyna að koma í veg fyrir slys. Björgunarsveitir eru ekki bara að bjarga fólki heldur líka til þess að koma í veg fyrir að fólk fari sér að voða. Þegar eitthver fer á gallabuxum uppá hálendi Íslands og lendir í vondu veðri þá þarf ekki nema kannski 2 tíma þar til hann kólnar of mikið til að geta hreyft sig. Þetta kostar það að björgunarsveitamenn þurfa að leita af viðkomandi sem gæti tekið og langan tíma og þar með er viðkomandi jafnvel látinn. Það er bæði ódýrara að vara fólk við þessu heldur en að þurfa bjarga því og líka hættuminna, í nánast hvert skipti sem útkall kemur á hálendi Íslands eru björgunarmenn að setja sjálfa sig í ákveðna hættu. Hversu oft seigja foreldrar börnum sínum að forðast það að fara með ókunnugum í bíl. Ég er viss um að barnið verður þreytt á því, ef þú seigir það bara einu sinni þá gleymist það en ef þú endurtekur það nógu oft þá stimplast það inn og krakkarnir muna það. Þetta er í okkar verkahring að minna fólk á að vera almennilega búið þegar það fer á hálendið.

Halldór (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 01:52

5 identicon

Er ódýrara að vara fólk við heldur en að þurfa að bjarga því? Það er ekkert dýrt að bjarga fólki, láttu ekki svona. Efast um að ein björgun kosti meira en 20-30 þúsund kall. Þetta er ekki neitt neitt.

Ingólfur (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 02:43

6 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Manslíf verður aldrei metið til fjár hugsaðu um það Ingólfur.

Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 03:16

7 Smámynd: Stefán Stefánsson

Björgunarsveitarfólk er að vinna mjög óeigingjarnt starf og allt er það í sjálfboðavinnu.
Það þarf líka að kaupa eldsneyti á farartækin sem þeir nota og þess vegna er það gremjulegt þegar fólk fer vanbúið þarna uppeftir og treystir bara á að þeim verði bjargað.
Svo má ekki gleyma því að vanbúnir vitleysingar stofna lífi björgunarfólks líka í stórhættu.

Stefán Stefánsson, 31.3.2010 kl. 08:29

8 identicon

Ingólfur, Af sjálfsögðu er ódýrara að vara fólk við heldur en að starta stórum leitum og björgunum, fyrst og fremst er það öryggi björgunarmanna og við viljum alls ekki koma fólki í hættu af ástæðulausu, og bara svona smá hint ( Ein víðtæk björgunaraðgerð gæti hlaupið á milljónum króna ef allt er tekið inní þessi farartæki eru ekki að eyða neinum 8 lítrum á hundraði heldur meira svona 40 lítrum, að starta þyrlu landhelgisgæslu kostar á 3 hundrað þúsund bara startið og 170 þús hver klukkutími í loftinu). Allt þetta er hægt að koma í veg fyrir með því að ítreka við fólk að vera almennilega búið á fjöll. En það kostar ekki mikið að seigja 10 orð við stöð 2 eða rúv og við munum ekki hætta vara fólk við því að fara á gallabuxum uppá hálendið afþví að það eru eitthverjir eins og þú sem eru orðnir leiðir á viðvörunum Lögreglu og Björgunarsveita. En fyrst og fremst eru björgunarsveitir landsins til að bjarga fólki og koma í veg fyrir slys.

Halldór (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 09:58

9 identicon

Þú ert nýliði í björgunarsveit og gekkst í gildruna.

Hefurðu leyfi frá næsta yfirmanni í björgunarsveitinni til að tjá þig um kostnað vegna útkalla? Held nú ekki.

Passaðu þig á þessu. Þú átt einfaldlega ALDREI að tjá þig um kostnað vegna útkalla.

Ingólfur (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 11:11

10 Smámynd: Stefán Stefánsson

Í upphafi átti þetta að vera hjá mér... "Skynsemin víkur fyrir forvitninni".

Stefán Stefánsson, 31.3.2010 kl. 11:29

11 Smámynd: Stefán Stefánsson

Það er heimskulegt ef ekki má segja hvað útköll kosta.

Stefán Stefánsson, 31.3.2010 kl. 11:33

12 identicon

Ég er ekki að staðfesta neitt, ég er bara að seigja það sem er general knowledge hér, þetta veit hver einasti maður !!

Halldór (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 12:22

13 identicon

Ég set nú spurningamerki við þessi girðingamál við hraunið. Kannski er menntun nútímafólks eitthvað misjöfn í lífsleikni. Ekki datt nokkrum manni í hug að girða af gosið í Skjólkvíum 1970 og var aðgengi að því mjög gott. Kanarnir voru mikið að reyna að láta peninga (mynt) festast í glóandi hraunmolum en það gekk illa af því að molarnir snöggkólnuðu og urðu að gjalli. Hópur fólks kom að Galtalæk og hafði sest niður á sandöldu á svæðinu um miðnætti og spurði hvort jörðin væri yfirleitt svona heit nálægt gosstöðvum. Um  fimmleytið næsta dag gaus upp úr þessari öldu og þetta er  mesta hættan. Annars væri ástæða til að girða miðbæ Reykjavíkur af um helgar því að þar er mun meira hættusvæði

Olgeir E. (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 15:33

14 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Ingólfur þér er velkomið að ganga í björgunarsveit og vinna þar kauplaust eins og allir björgunarsveitarmenn gera! Komdu niður á jörðina og hættu þessum skotum á hjálpasveitir sem sinna óeigingjörnu starfi oft á tímum og sinna kalli hvenær sem er!

Sigurður Haraldsson, 31.3.2010 kl. 16:45

15 identicon

Smáleiðrétting handa þér Sigurður:

Þeir sem eru í björgunarsveitum vinna ekki þar. Þetta er hobbíið þeirra. Þeim finnst rosalega gaman að þessu. Vertu ekki að rugla alla umræðu hérna.

Óeigingjarnt starf? Líka misskilningur hjá þér. Ekki tala um starf í þessu samhengi. Þótt þeir komi stundum með stírur í augunum í vinnuna sína eftir að hafa hjálpað gallabuxnafólki eða rjúpnaköllum, þá er það samt svo að þeir hefðu ekki viljað sitja heima. Þú hefur ósköp takmarkað vit á því hvernig þetta fer fram. Langflest útköll eru reyndar í þéttbýli.

En svo má nú bæta við að björgunarsveitahetjurnar hafa sýnt af sér fádæma glannaskap í kringum hraunið. Og tóku meira að segja myndband af því blessaðir kjánarnir. Það er því varla hægt að taka mikið mark á þessum fitubollum þegar þær byrja að gagga um að fólk eigi að halda sig í fjarlægð og passa sig.

Þessi girðing sem rætt var um verður sjálfsagt sett upp. Björgunarsauðirnir innan girðingar og gallabuxnafólkið utan hennar.

En ég mun seint ganga í björgunarsveit, þakka samt boðið. Ég hef bara önnur hobbý en að skutla kaffihúsaliði úr 101 Reykjavík sem kann ekki að klæða sig fyrir útiveru austan Snorrabrautar. Það er alveg rosalegt hvað það er algengt að fáklætt fólk fari á svona krefjandi staði - þrátt fyrir allt viðvörunarruglið í björgunarfólkinu áratugum saman. Sýnir að þetta röfl hefur ekkert að segja.

Ingólfur (IP-tala skráð) 31.3.2010 kl. 17:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Stefán Stefánsson

Höfundur

Stefán Stefánsson
Stefán Stefánsson
Ungur maður á besta aldri

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...6_173
  • ...nyr_tga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband