5.4.2007 | 17:58
Vegagerðin stuðlar að aukinni mengun.
Framleiðendur hjólbarða setja reglur um hvaða loftþrýstingur á að vera í hjólbörðum og okkur ber að fara eftir þeim reglum.
En...... á Íslandi eru spekingar hjá Vegagerðinni sem segja að við eigum að vera með minni loftþrýsting (44 og 49 tonna undanþágurnar) til að vernda ónýtu vegina sem þeir byggja.
Það er viðurkennt að lítill loftþrýstingur í hjólbörðum eykur eyðslu og þar að leiðandi verður meiri mengun.
Já......... þess vegna stuðlar Vegagerðin að aukinni mengun og meiri losun gróðurhúsalofttegunda og þetta mun einnig valda aukinni slysahættu.
Og hugsa sér þessa speki hjá Vegagerðinni hvað hún er öfugsnúin...... ef þú ert með 40 tonna lest á 5 ásum máttu hafa eins mikið loft í hjólbörðunum og þér sýnist......... en ef þú ert með 44 tonna undanþágu á samskonar lest verðurðu að fara niður í 70 pund þó þú sért 4 tonnum þyngri.
Hvernig er hægt að skilja í þessari vitleysu hjá þessum mönnum (Vegagerðinni)?
Um bloggið
Stefán Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.