23.4.2008 | 21:39
Áherslur stjórnvalda!!!!
Nú held ég að lögreglan hafi farið út yfir öll velsæmismörk og eigi mestan þátt í því sem gerðist í dag.
Það virðist hafa verið ákveðið fyrirfram hjá þeim að taka svona á málunum......... en með þessu tókst þeim þó að snúa almenningsálitinu bílstjórum í hag. Stuðningurinn var farinn að minnka, en þegar fólk sá ofbeldið hjá lögreglunni hef ég trú á að stuðningurinn hafi komið til baka.
En það á greinilega að berja okkur til hlýðni í stað þess að taka á hlutunum. Þetta varðar allan almenning í landinu.
Það virðist mikilvægara fyrir ráðamenn að setja pening í eitthvað annað úti í heimi eins og til dæmis framboð til öryggisráðsins og fleira sem lýtur vel út á við. Á meðan mega íbúar landsins búa við versnandi heilbrigðiskerfi og margs konar óstjórn.
Fólki er nóg boðið.
21 handtekinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú ert siðblindur maður Stefán Stefánsson. Menn eins og þú eru ástæða þess að æska okkar skilur ekki betur. Þú ættir að skammast þín fyrir ummælin.
Einar Örn Ævarsson, 23.4.2008 kl. 21:43
Sammála þér Stefán
Ómar Már Þóroddsson (IP-tala skráð) 23.4.2008 kl. 21:51
Tek undir með Stefáni og hann þarf ekki að skammast sín neitt, þetta er veruleikinn í dag því miður, stjórnmálamenn okkar eru úr takt við þjóðarviljann á mörgum sviðum, en gott að Einar er ánægður með lífið í dag, greinilega nægjusamur mjög eða hvað ?
Skarfurinn, 23.4.2008 kl. 21:57
Tek undir með þér Stefán, allavega styð ég þessar aðgerðir en meira eftir þessar uppákomur í dag.
Hallgrímur Óli Helgason, 23.4.2008 kl. 22:45
Skammast sín? Mér sýndist á öllu að þessi valdbeiting hafi verið fyrirfram ákveðin...
Skaz, 24.4.2008 kl. 01:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.