22.8.2009 | 10:44
Lágt vöruverð
Ég ætla bara að vona það að við fáum áfram að njóta þess að fá sama lága verðið hjá þeim um allt land þó að verðlag almennt hafi hækkað svakalega hjá öllum. Þeir eiga þakkir mína skilið fyrir kjarabætur umliðinna ára í formi lágs vöruverðs.
Í mínu byggðarlagi rekur Samkaup Strax verslun og það er alveg svakalegt hvernig sú verslunarkeðja fer með viðskiptavinina.
Vöruinnkaupum er miðstýrt frá höfuðstöðvunum og verslunarstjórar fá aðeins að panta inn dýrari vörunúmer heldur en seld eru í hinum búðum keðjunnar. Við þurfum semsagt að greiða niður vöruverðið í Kaskó, Nettó og Úrvali.
Þetta er skandall og ég mátti til með að koma þessu frá mér til að benda á óréttlætið sem forráðamenn Samkaupa stunda
Segja rangt að Hagar séu í gjörgæslu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Stefán Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hagar eiga 10/11 verslanirnar og Hagkaup líka ásamt Bónus... 10/11 er með hærra vöruverð en Samkaup strax... eru þá viðskiptavinir 10/11 ekki að greiða niður vöruverðið í Bónus líka ?
Það er alveg á hreinu að Bónus opnar ekki búðir þar sem markaðurinn er lítill. Í öllum litlu þorpunum um landið... þeir fara ekki á staði þar sem þeir geta ekki grætt peninga.
Samkaup er eina keðjan sem sinnir litlu þorpunum á landinu. Það er ekkert sjálfgefið að það séu yfirleitt matvöruverslanir á litlum stöðum. Dæmin sýna það. Samkaup á heiður skilið fyrir að sinna litlu mörkuðunum og vilja þjónusta fólkið á þeim stöðum.
Brattur, 22.8.2009 kl. 11:19
þér finnst semsagt ekkert að því að eigendur þessa fyrirtækis hafi verið einn stærsti þáttakandi í því "leikriti" sem orskaði að allt hrundi hér ?
Sennilega vilt verðlauna þá fyrir að sjúga út úr landinu fleirri biljarða en hægt er að telja !
BTG (IP-tala skráð) 22.8.2009 kl. 11:36
Ég er að þakklátur fyrir að hafa verslun í byggðarlaginu, en það þýðir ekki að yfirstjórn Samkaupa geti hagað sér eins og svín gagnvart okkur með asnalegri innkaupastýringu.
Verslunarstjórar eiga ekki að þurfa að panta dýrasta vörunúmerið sem af sömu vöru frá sama framleiðanda sem til er eftir því í hvaða umbúðu þær eru.....
Stefán Stefánsson, 22.8.2009 kl. 12:04
Hmmm... skil ekki alveg Stefán... verslunarstjórar Samkaupa eru ekki beygðir til þess að kaupa dýrasta vörunúmerið, þvert á móti. Samkaup leggur áherslu á að selja eigin innflutning sem eru í öllum tilfellum ódýrari en merkjavara. Það er mjög mikið úrval af slíkum vörum í búðum Samkaupa og jafnvel í Samkaup strax getur þú keypt ódýrari vörur en í Bónus.
Brattur, 22.8.2009 kl. 13:05
Í Strax versluninni í hér hjá mér hef ég ekki fundið neina vöru sem er ódýrari en í Bónus.... það er alveg klárt mál. En kannski er ekki sama vöruverð í öllum Strax verslunum... þó hélt ég það.
Mér skilst að í innkaupakerfinu sé það þannig að í Strax sé ákveðinn listi sem megi panta eftir. Er það annars ekki rétt hjá mér?
Sem dæmi um álegg að þá má t.d fá sama álegg frá Goða í mismunandi umbúðum og getur munað yfir 100 kr á kílóaverði. Er eðlilegt að aðeins megi kaupa inn dýrari pakkninguna? Það finnst mér ekki og vil ekki þurfa að borga stórar fúlgur fyrir óþarflega dýrar plastumbúðir.
Stefán Stefánsson, 22.8.2009 kl. 14:22
Jú, það er sama verð í öllum Strax verslunum hvar sem þær eru á landinu.
Goða álegg er ýmist í svokölluðum "bunkum" eða þá á spaldi til að hengja upp, þar getur verið verðmunur á milli... bunkarnir eru ódýrari... en álegg er ein af þeim vörum sem koma "formerktar" frá framleiðenda... svo geta verslanir gefið afslátt frá því verði í samkeppninni ef þær vilja... það er EKKI verið að stýra Strax verslununum inn á það að kaupa dýrari pakkningar... það er alveg öruggt...
Brattur, 22.8.2009 kl. 14:52
Þetta er ekki alveg tæmandi lýsing á umbúðunum hjá þér Gísli. Það eru til fleiri gerðir af, þ.e. tvennskonar umbúðir til að hengja upp og þá annarsvegar umbúðir sem þarf ekki að klippa eða skera og þá er kílóverðið oft a.m.k. 100 kr hærra heldur en í umbúðunum sem maður klippir bara. Ég hef leitað svara og fengið þau svör að ódýrari pakkningin (sú sem maður klippir eða sker) sé ekki leyfileg í innkaupakerfinu hjá Strax.
Og hér norðanlands er Bónus ódýrari en bæði Nettó og Kaskó.
Stefán Stefánsson, 22.8.2009 kl. 15:43
Þessi skýring um að ódýrari pakkning af áleggi sé ekki leyfileg í innkaupakerfi Strax er bara ekki rétt.
Brattur, 22.8.2009 kl. 16:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.