Náttúruhamfarir

Ég vil senda fólkinu sem býr þarna mínar bestu kveðjur.
Það er alveg hræðilegt að þurfa að búa við þetta og óvissan mikil og engin leið að vita hve lengi þetta stendur.
Svæðið þarna er í raun og  veru hálf óbyggilegt meðan þessar hörmungar standa.


mbl.is Gosmökkur í 31 þúsund feta hæð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Miklir kraftar á ferð.

Setur þetta ekki Kyoto sáttmálann í klessu. Við hljótum að sprengja losunarkvótann algjörlega.

Gleymdist ekki að setja þetta í umhverfismat og hvað segja VG um þessi umhverfisspjöll. Hefðu þeir ekki þurft að vera búnir að friða Fimmvörðuhálsinn til að koma í veg fyrir þetta?
En líklega er þetta gos tilkomið til að bæta 2% af Gjástykki sem Landsvirkjun vill fá að nýta í framtíðinni.

Já, svona er lífið og það eru  margir fletir á þessu máli.


mbl.is 800°C hiti í hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Forvitnin víkur fyrir skynseminni

Ég er ekki hissa á að björgunarsveitarmennirnir séu áhyggjufullir.
Fólk virðist ekki gera sér grein fyrir hversu hættulegar aðstæður þetta eru.
Ég óttast mest að það sé ekki spurning um það hvort verði alvarlegt slys þarna..... heldur hvenær það verði.
En vissulega viðurkenni ég það að það er einstök upplifun að sjá svona fyrirbæri, en bið fólk að sýna skynsemi og fara varlega.

 


mbl.is Hraunið verður afgirt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villandi fréttaflutningur

Miðað við fréttaflutning má skilja svo að Volvo sé algjörlega komið í eigu Kínverjanna.
Það rétta er að Ford er búinn að selja Volvo fólksbílaframleiðsluna til kínverska fyrirtækisins Geely.

Vörubíla og rútuframleiðslan er í sænskri eigu að mestu, en reyndar er franski Renault bílaframleiðandinn stærsti einstaki eigandinn með rúm 20%.


mbl.is Volvo í kínverska eigu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hættuástand.

Það er svo sannarlega ástæða til að vara fólk við þessari hættu.
Þetta gas verkar þannig að maður verður andstuttur fyrst og svo lamast öndunarfærin.
Ég hef lent í þessu hér á mínu svæði, en gat forðað mér frá og slapp með skrekkinn án þess að líða útaf, en ónotalegt er það og banvænt eins og áður segir.

Það er bara eins og skynsemin hjá fólki hverfi á braut þegar svona spennandi atburðir verða og þá er hættan sú að fólk passi sig ekki nægilega. Ég segi spennandi, en trúlega er spennan tregablandin hjá fólkinu sem býr þarna í nágrenninu.

Það þarf að vera eitthvert skipulag á ferðum fólks þarna upp að eldstöðvunum og fræða þarf fólk nægilega.


mbl.is Varað við banvænum eiturgufum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Á hvaða forsendum...

Ef við skoðum atburðarásina á alþingi í desember þegar ríkisstjórnin kýldi samninginn í gegn með bolabrögðum þá hljóta allir að sjá að ekkert vit var í öðru en að almenningur fengi að kjósa um hann eins og gert var í gær.
Ráðherrar voru látnir víkja og raunverulega var ekki þingmeirihluti fyrir honum, en menn neyddir til að segja já.... eða þannig lýtur það allavega út í mínum augum.

En ef næst samningur sem breið samstaða er um á alþingi tel ég ekki að við þurfum að kjósa um hann.

Mér fannst Jóhanna og Steingrímur ekki halda rétt á málum í gær og þau hefðu bara átt að eiga það með sjálfum sér hvort þau ætluðu að kjósa eða ekki.


mbl.is Helmingur þjóðar vill kjósa um nýja samninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lágt vöruverð

Ég ætla bara að vona það að við fáum áfram að njóta þess að fá sama lága verðið hjá þeim um allt land þó að verðlag almennt hafi hækkað svakalega hjá öllum. Þeir eiga þakkir mína skilið fyrir kjarabætur umliðinna ára í formi lágs vöruverðs.

Í mínu byggðarlagi rekur Samkaup Strax verslun  og það er alveg svakalegt hvernig sú verslunarkeðja fer með viðskiptavinina.
Vöruinnkaupum er miðstýrt frá höfuðstöðvunum og verslunarstjórar fá aðeins að panta inn dýrari vörunúmer heldur en seld eru í hinum búðum keðjunnar. Við þurfum semsagt að greiða niður vöruverðið í Kaskó, Nettó og Úrvali. 
Þetta er skandall og ég mátti til með að koma þessu frá mér til að benda á óréttlætið sem forráðamenn Samkaupa stunda

 


mbl.is Segja rangt að Hagar séu í gjörgæslu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frábært

Það er allavega ljóst að ekki þýðir að kjósa Vinstri Græna ef einhver uppbygging á að vera í landinu. Þeir börðust á móti þessum fjárfestingarsamningi.
Það er vonandi að þessi framkvæmd nái að þokast áfram þó að framkvæmdirnar verði hægari en áætlað var í fyrstu.

Vonandi fáum við ríkisstjórn sem verður jákvæð gagnvart uppbyggingu atvinnulífs úti á landi og lít ég þá til Bakka við Húsavík.


mbl.is Ætla að slá skjaldborg um álversframkvæmdir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Verðmunur á Samkaupsverslunum

Þar sem ég bý er Samkaup með Strax verslun.  Strax verslanirnar eru þær dýrustu af Samkaupsverslununum og notaðar til að greiða niður vöruverðið í Kaskó, Nettó og Úrval. Stjórnendur fá jafnvel ekki að panta ódýrari vörunúmerin vegna þess að Strax skal vera dýrari... hvað sem það kostar og við erum látin greiða niður flutningskostnaðinn.
Ég get ekki sagt að ég sé sáttur við yfirstjórnendur Samkaupa.


mbl.is 41% verðmunur á matarkörfunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Seðlabankastjórar hætti með reisn.

Vonandi sér Davíð Oddson að sér og segir starfi sínu lausu. Með því mun hann öðlast virðingu þjóðarinnar að einhverju leiti allavega og getur snúið sér að öðrum málum eftir starfslok.
Tími hans er liðinn og hann á skilið að fara að taka það rólega og vonandi áttar hann sig á því sjálfur.
Hann hefur staðið í ströngu í gegn um tíðina og mesti foringi sem við höfum átt. Þess vegna finnst mér sorglegt ef hann ætlar að enda feril sinn með einhverjum illdeilum og argaþrasi. Hann þarf að fara að hægja á sér.

Gott hjá Ingimundi að biðjast lausnar. Við þurfum uppstokkun í kerfinu.


mbl.is Ingimundur baðst lausnar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Um bloggið

Stefán Stefánsson

Höfundur

Stefán Stefánsson
Stefán Stefánsson
Ungur maður á besta aldri

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...6_173
  • ...nyr_tga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband