23.12.2008 | 00:38
Misræmi á milli mokstursaðila
Oft hefur maður nú séð það svartara, en furðulegt misræmi í vegaþjónustunni.
Svæðinu er skipt á milli þriggja verktaka og er einn með leiðina yfir Víkurskarðið og að Krossi í Ljósavatnsskarði og var sú leið nánast hálkulaus og henni vel synt.
Þá tekur annar við frá Krossi að Einarsstöðum í Reykjadal og þar er þjónustan léleg og við tók glæra og sandur verið sparaður.
Þá tekur næsti verktaki við leiðinni upp í Mývatnssveit og þar var sandað á völdum köflum, en aðrir nánast ein glæra.
Ég hélt að þessi leið ætti öll að vera með sama þjónustustig, en samt er þjónustan alltaf mjög misjöfn og menn sinna þessu hver með sínum hætti. Hvar er gæðaeftirlit Vegagerðarinnar?
Suður-Þingeyjarsýsla einn svellbunki | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.12.2008 | 14:33
Varla hægt að tala um lón
Staðreyndin er sú að ef byggð yrði þarna 9 metra stífla yrði það sáralítil breyting á landslaginu, en stórar framfarir fyrir virkjunina. Það þyrfti ekki einu sinni að breyta veginum þarna við ána, svo lítil er breytingin.
Ég man þá tíð vel á uppvaxtarárum mínum að á hverjum vetri þurfti að skammta rafmagn tímunum saman á veturna vegna þess að krapi var í ánni og framleiðsla stöðvaðist nánast á köflum. Þetta breyttist þegar tenging komst á við byggðalínu Landsvirkjunar.
Ef línan frá Laxárvirkjun til Akureyrar rofnar og framleiðslugeta liggur niðri vegna þessara aðstæðna verða menn að sætta sig við rafmagnsleysi um einhvern tíma. En með 9 metra hækkun væru aðstæður allt aðrar og þá væri lítið fallegt stöðuvatn í mynni dalsins sem myndi aðeins fegra ásýndina.
Segja óheimilt að breyta rennsli Laxár | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 08:37
Verum kurteis og málefnaleg
Sumar bloggfærslurnar hérna eru yfirgengilegar og fólki til skammar......... já, sumar færslurnar.
En ég er þeirrar skoðunar að Davíð ætti að hætta í Seðlabankanum.... bæði okkar vegna og sjálfs sín vegna. Hann er greinilega útkeyrður og hans tími liðinn á þessum stað og í stjórnmálum.
En ég óska honum samt alls góðs þó ég sé honum ekki sammála og vona að hann haldi heilsunni og fari bara að skrifa bækur eða eitthvað sem hann er góður í.
Davíð frestar komu sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
15.11.2008 | 13:34
Kannski ekki sú aflmesta
Til hamingju Orkuveitufólk og aðrir sem að málunum standa.
En ekki er allskostar rétt að hún verði sú aflmesta, vegna þess að í Fljótsdalsstöð eru 6 vélar og hver getur getur framleitt 130 megavött sem gerir samtals 780 megawött og á hún því vinninginn sem allmesta virkjunin.
Þriðji áfangi Hellisheiðarvirkjunar tekinn í notkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.8.2008 | 18:30
Foreldrar og uppeldi.
Agaleysið er orðið svo mikið að það tekur engu tali.
Ábyrgð okkar foreldranna er mikil og við þurfum að fylgja börnunum miklu betur eftir út í lífið heldur en við gerum. Málið er bara það að agavandamálin eiga ekki einungis við um börnin....... margir foreldrar eru ekkert skárri.
Foreldrar sem leifa réttindalausum börnum sínum að vera á ökutæki í almennri umferð eru óhæfir foreldrar.
En vonandi kemst þessi ökumaður í skilning um að hann hafi ekki verið að gera rétt og læri af mistökum sínum.
Ungur ökuníðingur handtekinn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.6.2008 | 01:35
Fáránleg fyrirsögn
Fyrirsögnin er þannig að halda mætti að tveir bílar hafi oltið og slysin því verið tvö. Já.... þessir blaðamenn.
En íslenka lambakjötið er nú alltaf gott.
Tvær bílveltur fyrir rollu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
23.4.2008 | 21:39
Áherslur stjórnvalda!!!!
Nú held ég að lögreglan hafi farið út yfir öll velsæmismörk og eigi mestan þátt í því sem gerðist í dag.
Það virðist hafa verið ákveðið fyrirfram hjá þeim að taka svona á málunum......... en með þessu tókst þeim þó að snúa almenningsálitinu bílstjórum í hag. Stuðningurinn var farinn að minnka, en þegar fólk sá ofbeldið hjá lögreglunni hef ég trú á að stuðningurinn hafi komið til baka.
En það á greinilega að berja okkur til hlýðni í stað þess að taka á hlutunum. Þetta varðar allan almenning í landinu.
Það virðist mikilvægara fyrir ráðamenn að setja pening í eitthvað annað úti í heimi eins og til dæmis framboð til öryggisráðsins og fleira sem lýtur vel út á við. Á meðan mega íbúar landsins búa við versnandi heilbrigðiskerfi og margs konar óstjórn.
Fólki er nóg boðið.
21 handtekinn í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.4.2007 | 18:52
Eitthvað annað.
Þetta er einmitt mergurinn málsins.
Eftir að álverið er komið spretta upp fleyri fyrirtæki og annar iðnaður. Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir.
Nú getur fólkið eystra horft björtum augum fram á við og burtfluttir flutt aftur heim og notið lífsins.
Austurland heillar og þar er gott að vera.
Við norðlendingar horfum einnig björtum augum til þeirra tíma að uppbygging hefjist á Bakka við Húsavík vegna þess að okkur vantar fleyri atvinnutækifæri og þetta mun gjörbreita stöðunni í landshlutanum og svo kemur "eitthvað annað" í kjölfarið.
Áfram Alcoa.
Útflutningur á búnaði fyrir álver | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
9.4.2007 | 14:44
Volvo Rúta
Ætli það sé eins með norska ökumenn og þá íslensku að þeir hægji ekki á sér þó að þeir sjái ekki handaskil.
Gott er að vita að rútan var af Volvo gerð, það má þá allavega vara sig á þeirri gerð bíla...hahaaha.
En annars er það nú fyrir mestu að enginn hafi slasast alvarlega, það er nú það sem skiptir máli.
Fjöldaárekstur í Noregi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.4.2007 | 23:17
Ljótu hálvitarnir.
Jú, að kvöldi föstudagsins langa fórum við hjónin á skemmtun í Skjólbrekku með þessum listamönnum sem nefna sig Ljótu hálvitarnir.
Þarna voru á ferð vaskir sveinar héðan úr Þingeyjarsýslunum sem spiluðu og sungu mikið gamanmál og velltist fólk um af hlátri.
Það var sko vel þess virði að hlíða á þá, enda var húsið troðfullt og vil ég hvetja alla til að mæta þar sem þeir skemmta hverju sinni. Fólk mun ekki sjá seftir því.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Um bloggið
Stefán Stefánsson
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar