Vegagerðin stuðlar að aukinni mengun.

Framleiðendur hjólbarða setja reglur um hvaða loftþrýstingur á að vera í hjólbörðum og okkur ber að fara eftir þeim reglum.
En...... á Íslandi eru spekingar hjá Vegagerðinni sem segja að við eigum að vera með minni loftþrýsting (44 og 49 tonna undanþágurnar)  til að vernda ónýtu vegina sem þeir byggja.
Það er viðurkennt að lítill loftþrýstingur í hjólbörðum eykur eyðslu og þar að leiðandi verður meiri mengun.
Já......... þess vegna stuðlar Vegagerðin að aukinni mengun og meiri losun gróðurhúsalofttegunda og þetta mun einnig valda aukinni slysahættu.
Og hugsa sér þessa speki hjá Vegagerðinni hvað hún er öfugsnúin...... ef þú ert með 40 tonna lest á 5 ásum máttu hafa eins mikið loft í hjólbörðunum og þér sýnist......... en ef þú ert með 44 tonna undanþágu á samskonar lest verðurðu að fara niður í 70 pund þó þú sért 4 tonnum þyngri.
Hvernig er hægt að skilja í þessari vitleysu hjá þessum mönnum (Vegagerðinni)?


MAN-Scania-VW

Volkswagen er stærsti hluthafinn bæði í sænska vörubílaframleiðandanum Scania og þýska vörubílaframleiðandanum MAN.

Eftir síðustu hlutabréfakaup  VW í Scania  ráða þeir nú yfir 50,1% hlut  í Scania (í geg n um MAN) og þar af leiðandi styttist trúlega í það að MAN, Scania og vörubílaarmur VW sameinist.
Hugsanlegt er talið að höfuðstöðvar sameiginlegs fyrirtækis yrðu í Hollandi.

Í haust gerði MAN tilraun til að kaupa Scania, en varð frá að hverfa.
VW er stærsti eigandi í Scania, Investor næststærstur og MAN þriðji stærsti eigandinn.

 

Þetta er samkvæmt heimildum Dagens Industry www.di.se 


Sölutölur nýrra vörubíla.

Samkvæmt upplýsingum Umferðarstofu er Volvo mest seldi vörubíllinn á tímabilinu 01.01 - 28.02 2007  með 15 selda bíla í og er þá miðað við hefðbundna vörubíla yfir 7500 kg heildarþunga.

Tölurnar eru eftirfarandi:

Volvo     15
MAN         9
Benz        6
Scania      5
Iveco        3
Renault    2
DAF          1
___________

Samtals  41

 

Eins og sést á þessum tölum byrjar árið vel hjá umboðunum og mikil aukning hjá Volvo frá fyrra ári.
Síðastliðið ár var MAN söluhæstur eins og mörg undanfarin ár og Scania í öðru sæti.


Jökulsárbrú.

Ég vil eindregið hvetja ökumenn að virða hraðatakmarkanir sem settar hafa verið á brúna á Jökulsá við Grímsstaði á Fjöllum. Endafestingar voru búnar að gefa sig og var brúin því laus í báða enda.
Það er því mjög mikilvægt að fara hægt inn á brúna og þá sérstaklega á stórum og þungum bílum.
mbl.is Varað við óveðri í Öræfasveit, á Mýrdalssandi og undir Eyjafjöllum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Volvo gerir tilboð í Nissan Diesel.

Nú hefur Volvo lagt fram tilboð í Nissan Diesel (vörubílaframleiðsla Nissans) upp á 7,5 miljarða sænskra króna. Fyrir eiga þeir 19% af fyrirtækinu og hugsa sér að auka hlut sinn umtalsvert.
Þetta þýðir að Volvo mun auka markaðshlutdeild sína í millistórum vörubílum í Asíu og er það mjög vaxandi markaður.

Þess má geta að samkvæmt sölutölum Umferðarstofu er Volvo söluhæsti vörubíllinn á Íslandi frá áramótum. 


Þetta gengur ekki

Það er alveg ótrúlegt að fólk skuli ekki geta haldið sig á réttum hraða þarna í göngunum.
Mér fynnst  að sektirnar fyrir of hraðan akstur í göngunum ættu að vera a.m.k. tvöfaldar miðað við það sem er almennt á þjóðvegum landsins.
 


mbl.is 249 óku of hratt í Hvalfjarðargöngum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott mál

Þetta er mjög raunhæfur kostur og yrði trúlega fær alla daga ársins eins og veðurfarið er núorðið.
Samt er það dálítið undarlegt þegar verið er að tala um styttingu milli landahluta virðist alltaf vera einungis miðað við að stytta vegalengdina á milli Akureyrar og Reykjavíkur........ en hvað með Egilsstaði?
Því ekki að fara Sprengisand........ vegurinn myndi greinast uppi á hálendinu..... annarsvegar í átt að austurlandi og hinsvegar niður í Bárðardal?
mbl.is Vilja hefja undirbúning nýs vegar yfir Kjöl í einkaframkvæmd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bregðast þarf við

Það er mjög brýnt að ráðast í vegabætur þarna í Hvalnes og Þvottárskriðum til að bæta öryggi vegfarenda.
Ættum við nú ekki að sameinast um að knýja á um að hafist verði handa þarna áður en dauðaslys verður.
Notum skynsemina og bætum öryggið, 2 + 1 vegur frá Rvík til Selfoss, jarðgöng undir Lónsheiði eða aðrar viðunandi úrbætur og svona má lengi telja.
mbl.is Grjóthrun og sandfok við Hvalsnes
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svona er þetta

Eimskip er að kaupa upp þá fáu sjálfstæðu flutningsaðila sem eftir eru, nýbúnir að kaupa Alla Geira á Húsavík og stefna að því að kaupa Norðurfrakt á Siglufirði ef þeir eru ekki búnir að því.
Þegar þeir hafa eignast alla þessa aðila hækka auðvitað flutningsgjöldin......... þannig gengur þetta fyrir sig og vöruverð kemur til með að hækka í kjölfarið. 


mbl.is Eimskip hækkar gjaldskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Stefán Stefánsson

Höfundur

Stefán Stefánsson
Stefán Stefánsson
Ungur maður á besta aldri

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • ...6_173
  • ...nyr_tga

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband